Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í handbolta eftir 27-17 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag.

Stjarnan tók afgerandi forystu strax í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim síðari.
Í hálfleik var staðan 16-9 fyrir Stjörnunni. Varnarleikur beggja liða var í fyrirrúmi fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks og var ekkert mark skorað á þeim tíma.

Það setti þó mjög ljótan svip á leikinn að í seinni hálfleik varð að gera hlé á leiknum vegna slagsmála á áhorfendapöllunum.

En eftir stendur að Stjarnan er bikarmeistari karla 2007.


Í kvennaflokki unnu Haukar svo Gróttu 26-22.
Haukar eru því bikarmeistarar kvenna 2007.
Kveðja,