Fram mætir Gummersbach
Í morgun var dregið í riðla í Meistarakeppni Evrópu fyrir næsta tímabil og dróst Fram í F-riðil með Celje Lasko frá Slóveníu sem kemur úr fyrsta styrkleika, Gummersbach frá Þýskalandi sem er úr öðrum styrkleika og sigurvegaranum úr viðureign Berchem frá Lúxemborg og Sandefjord frá Noregi.

Með Gummersbach koma til með að leika 3 íslenskir leikmenn á næstu leiktíð en það eru Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverrir Björnsson en bæði Róbert og Sverrir hafa leikið áður með Fram. Þjálfari liðsins er síðan Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari.

Riðlarnir eru eftirfarandi:

A-riðill:
MKB Vezsprém (Ungverjalandi)
Portland San Antonio (Spánn)
Povazska Bystrica (Slóvakíu)
Bosna Sarajevo (Bosníu)

B-riðill:
Ciudad Real (Spáni)
Pick Szeged (Ungverjalandi)
Kadetten Schaffhausen (Sviss)
KRAS/Volendam (Hollandi) / Brest Meshkov (Hvíta-Rússlandi)

C-riðill:
Kif Kolding Elite A/S (Danmörku)
Chambery Savoie HB (Frakklandi)
Wisla Piock SA (Póllandi)
Mill Piyango (Tyrklandi) / SRB Crvena Zvezda Beograd (Serbíu)

D-riðill:
RK Zagreb (Króatíu)
Flensburg-Handewitt (Þýskalandi)
SK Chehovskie Medvedi (Rússlandi)
Metalurg Skopje (Makedóníu) / ABC Braga (Portúgal)

E-riðill:
THW Kiel (Þýskalandi)
GOG Svendborg TGI (Danmörku)
HC Banik OKD Karvína (Tékklandi)
HCM Constanta (Rúmeníu) / Conversano.it (Ítalíu)

F-riðill:
RK Celje Pivovarna Lasko (Slóveníu)
Vfl Gummersbach (Þýskalandi)
FRAM (Íslandi)
HC Berchem (Lúxemborg) / Sandefjord (Noregi)

G-riðill:
FC Barcelona Cifec (Spáni)
RK Gold Club (Slóveníu)
Hammarby IF (Svíþjóð)
Panellinios Athens (Grikklandi) / Strovolas Nicosia (Kýpur)

H-riðill:
Montpellier HB (Frakklandi)
BM Valladolid (Spáni)
Portovik Yuzny (Úkraínu)
A1 Bregenz (Austurríki) / Viking Malt Panevezys (Litháen)



Frammararnir í býsna sterkum riðli.. ég held að þeir eiga ekki mikinn sénsu úr þessum riðli en annars bara að gefa allt í þetta.. og að sjálfsögðu mætir maður og horfir á Fram-Gummersbach enda núna 3 íslendingar í Gummerbach og svo fer maður kannski bara Celje Lesko líka.