Mikilvægustu og bestu ungu leikmennirnir Kosningin um mikilvægasta leikmanninn var gerð þannig að þjálfarar deildarinnar voru beðnir um að nefna 3 mikilvægustu leikmenn tímabilsins að þeirra mati og setja þá í viðeigandi sæti.
Sá sem var númer eitt fékk 5 stig, sá sem var númer tvö fékk 3 stig og sá sem var númer þrjú fékk 1 stig.
Og svona féllu stigin niður á leikmenn:

Heimir Örn Árnasson,Fylkir 41 stig
Sverrir Björnsson,Fram 31 stig
Jóhann Gunnar Einarsson,Fram 13 stig
Birkir Ívar Guðmundsson,Haukum 12 stig
Sigfús Sigfússon,Fram 11 stig
Patrekur Jóhannesson,Stjörnunni 8 stig
Edgevicisius,Fram 5 stig
Sergei Serenko,Fram 3 stig
Vladimir Duric,Selfoss 1 stig
Titi Kalandadze,Stjörnunni 1 stig

Svo voru þjálfarar líka beðnir um að velja besta unga leikmann deildarinnar, þeir áttu bara að velja einn og þá fékk sá 1 stig.
Svona fór það:

Sigfús Sigfússon,Fram 9 stig
Jóhann Gunnar Einarsson,Fram 3 stig
Arnór Þór Gunnarsson,Þór Ak. 2 stig

Svo má geta að þjálfararnir máttu ekki kjósa menn úr sínu liði.