Jamm sem ÍR-ingur varð ég fyrir sjokki þegar ég kíkti á textavarpið áðan og sá á forsíðunni að Fram hafi unnið ÍR með 20 mörkum! 44-24! Er þetta hægt? Er liðið í rúst eftir að þessir menn fóru, Einar, Ingimundur, Sturla og Bjarni og einhverjir fleiri?

En ég held að ÍR sé eina liðið á landinu sem elur upp nánast alla sína leikmenn og kaupa lítið af þeim.. Þeir eru allavega með einn rosa efnilegan að nafni Björgvin Þór Hólmgeirsson en hann er bróðir Einars Friðriks Hólmgeirssonar sem leikur með Gorsswallstadt í Þýskalandi ;)