Það er eitthvað að gerast í Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan 1400.

Ég er búinn að fá 2 mail frá Val um þetta og ætli ég setji þau ekki bara inn.

Valur.is[fyrra mailið]
“Besti miðjumaður sem Ísland hefur átt, draumaleikmaður allra þjálfara því hann
stýrir liðinu innan vallar og utan”

“Ef stúlkurnar yrðu sjálfar spurðar að sturtusamkomulaginu myndu þær vafalaust
bera við minnisleysi”

“Þetta er eilífðarvél”

“Verður einnig að flokkast undir erfiðasti leikmaður til að þjálfa en það er
samt þjálfaranna að svara því”

“blikkið í bílnum var þjófavarnarkerfi (nýtt á Íslandi þá) og Nonni Halldórs var
búinn að hlægja sig í svefn öll kvöldin á þessu bulli í okkur”

“Þetta er bara jákvætt og það getur bara hjálpað manni í að vreða betri
leikmaður að kljást við sterkari leikmenn en maður er vanur”

…viltu vita meira? Láttu þá sjá þig í Höllinni á laugardaginn, klukkan 14:00.

Kv. Hkd. Vals

Valur.is[seinna mailið]
“Bóbó var mjög bílhræddur”

“Ótrúlega vel hugsað um allt og alla, bæði innan vallar sem utan”

“Menn læra að setja sér markmið og keppa sem kemur alltaf til góða í lífinu”

“er fyrirliði fyrirliðanna”

“Ég hef reynt að láta mér stíga það algjörlega til höfuðs…”


…viltu vita meira? Láttu þá sjá þig í Höllinni á laugardaginn, klukkan 14:00.

Kv. Hkd. Vals

Mér datt í hug að Óli Stef sé að koma í Höllina en síðan las ég “Bóbó var mjög bílhræddur” og það hljómar ekki eins og nickname á Óla.

Veit eitthver hvað er að fara að gerast???, mig langar að vita það en ekki segja mér því ég vill láta koma mér á óvart þósvo að ég vilji vita þetta strax.

Hverjir ætla???

Ég ætla, og til að tryggja að ég fari þá ætla ég að láta ömmu vekja mig 1200 og fá hana eða afa til að skutla mér.