Já Reynir stefánsson þjálfari KA sagði upp í dag.

handnattleiksdeild KA
Reynir Stefánsson, þjálfari meistaraflokks KA í handknattleik, óskaði eftir því í dag við stjórn handknattleiksdeildar KA að verða leystur undan samningi, en persónulegar ástæður liggja að baki þessari ósk hans. Stjórn handknattleiksdeildar hefur orðið við beiðni Reynis og hefur hann þegar látið af störfum.

Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar KA, undirstrikar að persónulegar ástæður liggi að baki þess að Reynir hafi óskað eftir að hætta þjálfun KA-liðsins með skömmum fyrirvara. Ekki hafi gefist tóm til þess að huga að næstu skrefum varðandi þjálfun liðsins, en það muni skýrast á næstu dögum.

Reynir Stefánsson tók við þjálfun meistaraflokks KA á sl. ári, en áður hafði hann verið aðstoðarmaður Jóhannesar Bjarnasonar við þjálfun liðsins.

Hannes Karlsson vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Reynis fyrir mikið og gott starf í mörg undanfarin ár fyrir handknattleiksdeild KA um leið og hann óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

hvað finnst ykkur um þetta í ljósi gengis KA í vetur… veit að það stendur vegna persónulegra ástæða, en samt..