Eftirfarandi texti er tekinn af www.ka-sport.is/hand

___________________________________________________
Annar afmælisleikur eftir ár!!!
Eins og flestir vita var spilaður afmælisleikur, í janúar síðastliðnum, þegar bikarmeistarar KA 1995 komu saman og spiluðu gegn liði KA en allur ágóði rann til góðgerðarmála. Þeir sem stóðu að leiknum ógleymanlega höfðu samband og vildu þakka öllum sem að honum komu kærlega fyrir sem og að þakka fyrir öll viðbrögðin sem leikurinn vakti. Upphæðin sem safnaðist til góðgerðarmála var ótrúleg en KA-heimilið var troðfullt og stemmningin gríðarleg í húsinu..

Þá sögðu aðstandendurnir, og staðfestu, að 6. janúar 2007 (eftir rétt rúmt ár) verður leikinn annar afmælisleikur í KA-heimilinu! En árið 2007 eru 10 ár liðin frá því að KA vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Þá verður öllu tjaldað til og svokallað ALL-STAR lið KA mun leika gegn því KA liði sem verður skipað á þeim degi.

Þetta verður dýrari týpan, allur skalinn og svo sannarlega allur pakkinn. Takið nú þegar laugardaginn 6. janúar 2007 þegar einhver rosalegasti leikur í langan tíma verður leikinn. Þessi verður, ef eitthvað er, stærri en afmælisleikurinn í janúar!

_________________________________________________

Sumum finnst þetta kannski snemmt, en mér finnst þetta snilld. Þeir hafa allavega Góðann tíma til þess að undirbúa og ég held að ef allir leikmenn '97 liðsins mæta og verða með, verði þetta einn af stærri viðburðum þarnæsta árs í handbolta..