Satt að segja þá nennti ég ekki að setja þessa grein í spurninguna svo hún verður bara hér í greinarformi.
Hver finnst ykkur hafa verið besti útlendingurinn sem hefur spilað hér á Klakanum?

Mér finnst Jurí Sadovski, sem lék með Gróttu ver sá besti. Hann var einn sá besti í heiminum í kringluskotum!

Aðrir eins og landsliðsmaður Rússlands Dimitri Filipof(kann ekki að skrifa nafnið hans)úr Stjörnunni, Sergi Zisa úr KA, Hvít-Rússinn í Haukum og Alexander Petersons í Gróttu/KR voru og eru einnig góðir.
Markmenn eins og S-Kóreu-maðurinn sem var í FH. Og auðvitað Róbert Júlían Duranona í KA.

AggiSlæ