hver mann ekki eftir alfreði
Alfreð Gíslason
Þá er komið að því að tala um Alfreð Gíslason, manninn sem reif KA upp og gerði það að stóru liði á Íslandi.

Alfreð Gíslason fæddist 7. september 1959. Alfreð er uppalinn KA maður og spilaði fyrst með meistaraflokki KA á tímabilinu 1976-1977. Alfreð fór síðan frá KA og gekk til liðs við KR tímabilið 1979-1980. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1982 en fór loks út til að spila í Þýskalandi með Tusem Essen. Hann varð Þýskalandsmeistari með Tusem Essen árin 1986 og 1987 og bikarmeistari 1988. Hann kom síðan aftur til liðs við KR tímabilið 1988-1989.

Hann tók auðvitað þátt með Íslenska landsliðinu og toppurinn á landsliðsferlinum var þegar Alfreð og félagar hans urðu Heimsmeistarar B-liða, Alfreð var valinn í heimsliðið og einnig var hann valinn maður keppninnar! Alfreð var síðan valinn Íþróttamaður ársins hér á Íslandi árið 1989. Eftir það fór hann til Spánar og lék með liði Bidasoa. Hann varð bikarmeistari með Bidasoa árið 1991 og kom þaðan til KA fyrir tímabilið 1991-1992 og gerðist þjálfari liðsins og einnig leikmaður þess. KA sem hafði ekki unnið neina titla fyrir komu Alfreðs (fyrir utan að vinna 2. deildina) varð fljótt mjög öflugt og gott lið. KA komst í bikarúrslit tímabilið 1993-1994 en tapaði í úrslitaleik. Tímabilið 1994-1995 olli KA vonbrigðum í deildinni náði 6 sæti en komst alla leið í bikarúrslit og keppti þar á móti Íslandsmeisturum Val. Þessi bikarúrslitaleikur er einn sá frægasti og besti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi enda var spennan gífurleg og þurfti að tvíframlengja. KA vann leikinn að lokum og gífurleg fagnaðarlæti brutust út á Akureyri.

KA komst alla leið í úrslit í úrslitakeppninni og mætti þar Valsmönnum aftur. Valur vann fyrsta leikinn, KA jafnaði, Valur vann þriðja leikinn en KA jafnaði aftur. 5 leikurinn var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en Valur vann leikinn og varð Íslandsmeistari. Tímabilið 1995-1996 vann KA deildina, bikarinn eftir sigur á Víking einnig varð KA meistari meistaranna. KA komst í úrslit úrslitakeppninnar og mætti þar Valsmönnum. KA tapaði þeirri orustu 3-1. Á miðju tímabilinu 1996-1997 kom í ljós að Alfreð myndi hætta með KA liðið eftir tímabilið og fara til Þýskalands, leikmenn KA sögðu á þeim tíma hefði orðið mikið spennufall og því varð tímabilið 1996-1997 svolítil vonbrigði, KA tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir Haukum, varð í 3. sæti í deildinni, tók þátt í Evrópukeppni Bikarhafa en tapaði stórt í seinni leiknum í 8-liða úrslitum. Þá var bara eftir úrslitakeppnin, KA sló út Stjörnuna eftir að hafa tapað fyrsta leiknum, sló út Hauka sem unnu KA í bikarúrslitunum eftir að hafa tapað fyrsta leiknum og loks vann KA deildarmeistara Aftureldingu eftir að hafa tapað fyrsta leik. Frábær endir hjá Alfreð með KA.

Eins og fyrr kom fram fór Alfreð til Þýskalands eftir að hann hætti með KA. Alfreð kom til Magdeburg árið 1999 og hann hefur náð frábærum árangri með liðið. Magdeburg varð Þýskalandsmeistari undir hans stjórn og einnig hefur liðið orðið Evrópumeistari. Alfreð gaf það síðan út eftir síðasta tímabil að hann muni hætta með Magdeburg þegar samningur hans rennur út en það er árið 2007 og hann er í viðræðum við Gummersbach, en þar er Guðjón Valur Sigurðsson að spila.


Heimildir:
KA-Sport.is - Mbl.is