Jæja, ég fór nú á leikinn og ákvað að skrifa eitthvað smá um hann þó að ekki sé mikið hægt.


Leikurinn byrjaði á því að Valur komst í 8-0 og sigurinn var nánast tryggður frá þeim tíma. Baldvin klúðraði víti á þeim tíma en bætti það upp með því að stela boltanum í næstu sókn og skora =]
Í hálfleik var augljóst að Valur myndi vinna, og endaði leikurinn með 51 marki gegn 15 hja H/C Tbilisi.


Þetta var ótrúlega leiðinlegur leikur, nánast engin mótspyrna gegn Val, en fín æfing og góð þjálfun fyrir Val. Ýmis tilþrif voru í gangi í leiknum og þar var t.d. nýji leikmaður Vals, Mohamadi “Bavou” Loutoufi, örvhentur leikmaður sem getur spilað skyttu og horn framarlega. Fannar Þór Friðriksson var markahæstur en þar á eftir kom Baldvin Þorsteinsson.


Kv.
Loecke