Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að taka tilboði frá Minden um 2. ára samning og gengur til liðs við félagið næstu mánaðamót eða júní/júlí. En Snorri hafnaði tilboði frá Düsseldorf sem var einnig að reina að næla sér í Snorra.
Ótrulegt en satt þá var Snorra ekki boðin endurráðning hjá Grosswallstadt, en hann hefur leikið hjá þeim síðastliðin 2. ár og á seinustu leiktíð skoraði hann 134. mörk í 33. deildarleikjum.

Ragnar Óskarsson sem hefur verið að spila með Skjern í Danmörku skiptir líka um lið um næstu mánaðamót eða júní/júlí eins og áður sagði, en þá gengur hann til liðs við franska liðið Ivry, sem hefur keypt hann lausann.
Ragnar lék með franska liðinu Dunkerque í 4. ár áður en hann fór til Skjern svo hann ætti að kannast aðeins við sig í Frakklandi.