Hafið þið tekið eftir því hvað Valur er búinn að versna mikið í karlahandbolta seinustu ár???
Mín skýring á því er að Valur selur alltaf leikmenn þegar þeir eru orðnir góðir. Meðal annars hafa Snorri Steinn Guðjónsson, Sigfús Sigurðsson og bráðlega Heimir Örn Árnason verið seldir, að vísu vill Heimir fara svo að það er betra að fá einhvern pening fyrir hann en að láta hann fara frítt.
Vonandi verða þetta meira en tvö ár í viðbót sem Hlynur Jóhannesson og Pálmar Pétursson spila fyrir Val, en þeir eru nýbúnir að gera tveggja ára samning við Val.