Haukar eru núna búnir að gera 2 ára samning við Kára Kristjánsson, sem er línumaður sem spilaði með Í.B.V. og spilar með ungmennalandsliðinu í handbolta. Honum er ætlað að fylla skarð Vignis Svavarssonar sem spilar með Skjern, lið í Danmörku, á næstu leiktíð.

Haukar eru líka búnir að gera 2 ára samning við Andra Stefans, en erlend félög hafa spurst fyrir um hann.

Haukar eiga samt ennþá eftir fá leikmenn í stað Ásgeirs Arnars Hallgrímssonar og Þóris Ólafssonar, en þeir fara báðir út í atvinnumennskuna í sumar, Ásgeir fer til Lemgo og Þórir til Lübbecke.