Essen var að tryggja sér sigur í EHF-bikarnum í handknattleik með því að leggja Magdeburg 31:22 en fyrri leikurinn endaði 30:22 fyrir Magdeburg. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans voru með titilinn í höndunum en Essen gerði þrjú síðustu mörkin og þar af það síðasta úr hraðaupphlaupi þegar þrjár sekúndur voru eftir. Guðjón Valur Sigurðsson átti fínan leik og gerði 5 mörk, fiskaði vítakast og skoraði síðan sjálfur sitt fimmta mark undir lok leiksins. Sigfús Sigurðsson gerði eitt mark fyrir Magdeburg.