Síðasta laugardag var ég að keppa í úrslitamóti með 4fl. Gróttu og við vorum einu marki undir þegar 20 sek. voru eftir og einum færri. Við ákváðum að láta stórskyttu okkar hann Ægi Steinarsson taka skot þegar þjálfari HK lætur brjóta illa á honum. Útkoman var 2 min. Við höfðum enn tíma til þess að skora og var Ægir fyrir valinu en aftur brotið á honum og þá vorum við allt í einu einum fleiri og fáar sek. eftir. Ægir þóttist ætla að skjóta en gaf út í horn þar sem Björn Reynir Haldórsson var, hann stökk inn og skoraði. En af einhverjaum ástæðum sagði dómarinn að þetta hefði verið lína og hann hefði stigið langt inn fyrir línuna. En það var fullt af fólki á hliðarlíninni sem sagði að hann hefði ekki verið nálægt línunni og þar að auki kvartaði enginn HK maður þegar Björn skoraði sem þeir hefðu örugglega gert ef hann hefði stigið langt inn fyrir. ÞAð var ekki fyrr en tíu sek. síðar (dómarinn eitthvað seinn) sem einhver vissi að þetta ver lín. Boðskapurinn er sá er ekki hægt að fá einhverja almennilega dómara en ekki tvo stráka úr öðrum flokki í sandölum og gallabuxum?
—–
Birkmundur hefur talað