Haukarnir unnu leik nr. 2 í einvíginu um titilinn stóra því er staðan 1-1 og bendir allt til þess að þetta fari í fimm leiki. Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leit allt fyrir að Atli myndi beita “hvíla sína menn í seinni hálfleik” trikkinu en KA menn skoruðu fyrstu níu mörkin í seinni hálfleik og komust tveimur mörkum yfir, Haukarnir gáfu svo í í og kláruðu dæmið á spennandi lokamínútum. Þeir sem sáu leikinn hvað fannnst ykkur um showið í byrjun…???