Mér fannst þetta ótrúlega létt hjá KA mönnum í kvöld á móti Haukunum. Þeir voru ofsa vel stemmdir og héldu alltaf haus þrátt fyrir að vera asskolli oft einum, jafnvel tveimur færri. Pínku fyndið að Haukar fái á sig leiktöf 6 á móti 4. Annars verða þetta örugglega hrikalegir leikir og líka spurning um markvörslu. Hörður Flóki fór í gang í lokin og reddaði norðanmönnum af stakri snilld á köflum. Hvað voru KA menn eiginlega lengi útaf? Mér fannst þeir eiginlega aldrei fleiri en fimm fyrir utan teig í seinni hálfleik!
Haukarnir verða voða, voða grimmir í næsta leik.