Ég horfði á leik Dana og Þjóðverja og mér fannst það frekar óþægilegt að Danir voru í svona frekar dökkrauðum búningum og Þjóðverjar í svörtum búningum, þetta fannst mér ekki mjög þægilegt og fór að hugsa hvort að það hefði ekki verið til varabúningar með öðrum litum. Það var greinilega ekki svo og horfði ég á leikinn í 60 mínútur og var oft erfitt að greina á milli.

Daginn eftir voru Slóvenar og Þjóðverjar að keppa til úrslita. Og það fer ekki fleiri orðum af því að Slóvenar voru í ljósbláum búningum og nú voru þjóðverjar í hvítum, reyndar ekki eins vont og daginn áður en samt…

Af hverju leyfir keppnisstjórn þetta þegar þeir vita að búningarnir eru mjög svipaðir? Það hefði verið miklu betra hefði Þjóðverjar mætt Dönum í hvítu búningunum og verið síðan í þeim svörtu á móti Slóvenum.
Ég hef talað.