Em í Slóveníu var henyksli Íslendingar gátu barasta ekki neitt. Þeir klúðra alltaf öllu og gátu einu sinni ekki unnið leik. Ekki hjálpuðu dómararnir til. Ísland vs. Tékkland var að klárast og ég er hundfúll út í Ísland. Þeir komust ekki áfram sem er hneyksli. Við eigum að ná svona 3 - 7 sæti á mótinu enn þetta er fyrir neðan allar hellur. Ég blótaði kröftulega þegar leiknum lauk og tók út brjálæðiskast :). Tékkland er lið sem á að vinna. Núna ætla ég að lýsa í stuttu máli hverjum leik fyrir sig.

Ísland vs. Slóvenía
Frekar jafn leikur framan af en þegar korter var eftir ráku dómarararnir þrjá íslenska leikmenn út á svipuðum tíma og á þeim kafla skoruðu tékkar 7 mörk í röð. Leiknum lauk 34 - 28 sem var mjög slaft. Óli var markahæstur með 7 mörk.

Ísland vs. Ungverjaland
Leikurinn var mjög jafn enn það vantaði alltaf eitthvað smá til að Ísland hefði yfirhöndina og voru Ungverjar héldu svona 1 eða 2 marka forskoti. Leiknum lauk 31 - 28 ( minnir mig). Ungverjar er lið sem á að gera jafntefli við eða vinna og var ég mjög ósáttur með klúðrin í íslensku sókninni.

Ísland vs.Tékkland
Leikurinn var jafn og aldrei þessu jafnt voru það Íslendingar sem höfðu undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik nem rétt fyrir hlé skoruðu þeir 3 mörk í röð og lauk fyrri hálfleiknum 15 - 17. Svo skoruðu þeir næstu 2 mörk. Þeir héldu tveggja til þriggja marka forskoti nema í blá lokinn var eins marka forskot. Á lokamínútunum skoruðu Íslendingar tvö mörk í röð þangað til þeir klúðruðu vörninni ( þegar þeir skoruðu 29 - 30 tók ég brjálæðiskastið). Leiknum lauk 30 - 30 sem er ekki nóg!

Nún aer þetta búið og ég veit ekki hvort ég muni horfa á Ólimpíu leikana í Aþenu. Ólafur Stefánson náði sér ekki á strik og held ég að það sé skýringin á því að núna eru þeir á heimleið. Það var bara eins og hann þorði ekki að skjóta vildi bara ekki taka áhættuna á því að klúðra. Ég er mjö ósáttu að “ævintýrið” sé búið.