Jæja núna ætla ég að segja frá leik Íslendinga og Slóvena í gærkvöldi.
Strákunum tókst að skora firsta markið og byrjuðu leikinn af fullum krafti. Leikurinn var frekar hægur því að eftir 10 mínútur voru bara kominn sex mörk ( 3:3). Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleikinn. Markmenn beggja liða vörðu vel þótt að Gummi varði meira en sá útlenski. Slóvenar náðu að komast yfir í fyrri hálfleik og héldu c.a. eins marka forskoti út fyrri hálfleikinn. En á 29. mínútu var staðan 15:13 ( minnir mig) fyrir Slóvenum.´Maður var svona rétt að vona að þeir næðu ekki að komast út úr hálfleiknum með þriggja marka forystu. En þá komust strákarnir “í gang” og unnu boltann og jöfnuðu. Fyrri hálfleikurinn byrjaði frekar jafnt nema það að hraðinn í honum var mun meiri. Það dró heldur úr markvörsluni í seinni hálfleik hjá Gumma. Þegar það var svona korter eftir þá vildu dómararnir og Slóvenar gera út um leikinn og ráku helv*píp*is andsk*píp*s dómararnir þrjá Íslendinga út af ( ekki á nákvamlega sama tíma). Þá voru Íslendingar eins og þrjár hauslausar hænur í sókninni. Þá var maður svo rétt að vona að þeir mundu reyna að tefja aðeins en um leið og f*píp*gs Dagur fékk boltann þá skaut hann. Þá komust Slóvenarnir í sókn og það var einu sinni ekki fyndið að sjá götin í vörninni hjá strákunum. Á þessum hræðilega kafla komust Slóvenarnir úr 22: 20 í 22: 27 þ.e.a.s. að þeir skoruðu f*Píp*gs 7 mörk í röð. Þá var þolinmæðin hjá mér búin ao labbaði ég blótandi ( ég ætla ekki að hafa eftir mér hvað ég sagði)upp í tölvuherbergi og skrifaði grein um leikinn en því miður skeði eitthvað og henni var eytt eða eitthvað. Ég var bara að fatta þetta núna og endurskrifaði hana. Leiknum lauk með sigri Slóvena ( og dómaranna) 34 - 28.
Markahæstir hjá okkur voru:
Óli með 7 ( 4 úr vítum, hann klúðraði 2)
Guðjón Valur með 6
Snorri Steinn með 5.

Mér finnst að Dagur ætti að fara úr landsliðinu. Hann skýtur og skorar kanski en þá byrjar hann með skotræbu en ef hann skorar ekki reynir hann að bæta fyrir það með öðru skoti. Svo er hann oft að reyna að leika hetju. Þótt hann standi sig vel í 7. hverjum leik það er ekki nóg. Hann skaut sex sinnum í leiknum í gær og skoraði aldrei!

Ég segi bara takk fyrir mig og Áfram Ísland