KA-liðið smellti sér í efsta sæti Norðurriðils Íslandsmóts karla í handbolta á laugardaginn og tóku það sæti af Fram sem þeir sigruðu örugglega 25-29. Fyrri hálfleikur var í járnum, Fram byrjaði þó betur og hafði 8-6 yfir um miðjan hálfleikinn. Smám saman komust KA-menn betur í takt við leikinn, komust yfir 9-10 og Bjartur Máni Sigurðsson sá til þess með síðasta marki fyrri hálfleiks að KA hafði 13-14 yfir í hálfleik.
Einar Logi Friðjónsson hóf síðari hálfleikinn með marki fyrir KA 13-15, en enn leyndist lífsmark með Fram sem náði að jafna í 16-16. Það reyndust þó vera dauðategjurnar á þeim bænum, fjögur mörk í röð hjá KA breyttu stöðunni í 16-20 og um miðjan síðari hálfleik var forskot KA orðið fimm mörk 18-23. Leikmenn Fram áttu ekki möguleika að ógna KA-mönnum á lokakaflanum og sigur KA í leiknum fyllilega sanngjarn.
Mörk KA: Arnór Atlason 11(6), Jónatan Magnússon 5, Andrius Stelmokas 5(1), Einar Logi Friðjónsson 4, Bjartur Máni Sigurðsson 3 og Ingólfur R Axelsson 1.
Sweetes