Mikið hefur verið rætt um dómara í byrjun RE/MAX deildarinnar í karla og kvenna. Dómararnir hafa verið misjafnir. Sumir góðir en aðrir að fá eldskírn sína í að dæma í deildinni. Það sem er sorglegast við byrjunina er að þeir dómarar sem voru frekar slappir í fyrra eru ennþá slappir og lítið sem þeir hafa gert til að bæta sig. Nýjasta parið sem er byrjað að dæma er alveg sorglega lélegt og hafa ekkert erindi í að dæma eins og er. Þegar maður fer inn á heimasíðu HSÍ þá sér maður hvað sambandið er slappt við að uppfæra heimasíðuna sína og síða dómaranna hefur ekki verið uppfærð í langan tíma. Ég spyr hvað sé hægt að gera til að handboltinn vaxi og fjölmiðlar og allir þeir sem koma nálægt handboltanum fái sinn sess eins og hann var fyrir 10 árum? Það þarf að taka sambandið í gegn, dómaranna og fjölmiðlanna þannig að handboltinn fái góða auglýsingu.