Daði Hafþórsson, leikmaður Aftureldingu, leikur með handboltaliðinu Gróttu/KR næstu tvö árin.
Daði hefur undanfarin tvö ár leikið með Aftureldingu en var laus mála hjá félaginu þegar deildarkeppninni lauk á dögunum en hefur nú samþykkt tilboð Gróttu/KR. Hann hefur leikið með Fram, ÍR, Dormagen í Þýskalandi og Skjern í Dannmörku. Daða er ætlað að koma í stað Aleksanders Petersons sem leikur að öllum líkindum í Þýskalandi á næsta tímabili, en þýska liðið Dusseldorf vill skoða Aleksanders Petersons.
Kveðja kristinn18