Jæja gott fólk þá er komið að því að ég segi mína skoðun á því hve handboltafólk er mun gáfaðara heldur en fótboltafólk. Þannig er það að ég var að labba uppá Ásvelli í dag og gekk fram hjá gervigrasinu og horfði þanngað. Þá sá ég litla stráka á æfingu og þjálfarar þeirra stóðu og voru hreinlega að FRJÓSA svo vægt sé til orða tekið. Því spyr ég ykkur, er handboltafólk svona gáfað að æfa ekki íþrótt sína ÚTI UM HÁVETUR????? Ég meina það er enginn heilbrigður maður að þjálfa fótbolta ÚTI í -10°C!!!!! Menn hreyfa sig lítið og standa bara meiri hluta æfingarinnar og hljóta að frostna úr kulda!!!! Ég spyr því aftur ERU HANDBOLTAMENN SVONA GÁFAÐIR EÐA ERU FÓTBOLTAMENN SVONA VITLAUSIR??????

kveðja