ESSO deild karla
ÍBV-Afturelding 29-26
Þessi sigur er mjög mikilvægur fyrir lið ÍBV þar sem þeir fjarlægjast aðeins botnsætin og koma sér fyrir einu stigi á eftir Aftureldingu sem situr í 11. sæti.

Selfoss-ÍR 27-36
ÍR náði topsæti deildarinnar í kvöld með sigrinum á Selfossi. Þeir hafa nú 16 stig eftir 10 leiki en á eftir þeim koma Valur, með 15 stig, og Þór Ak., með 14 stig en bæði þessi lið hafa aðeins leikið 9 leiki. Selfoss situr enn í neðsta sæti deildarinnar, án sigurs.

ESSO deild kvenna
FH-Valur 25-26
Með sigrinum í kvöld skellir Valur sér upp fyrir lið Hauka og koma sér fyrir í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig. Haukar eiga þó leik til góða. FH situr áfram í 6. sæti tveimur stigum á undan næsta liði.

Tek það fram að þessar heimildir eru frá www.sportid.is og þess vegna sendi ég þetta ekki inn sem grein<br><br>BF1942: [IN[2Lt]undirko
I like to kill and dance ballet.