“Druslurnar” eins og þær kalla sig, íslands- og deildarmeistarar í meistaraflokki kvenna en það er Haukaliðið, hafa fengið góðan liðstyrk, en Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Karlssonar sem þjálfaði lið FH-inga á síðasta keppninstímabili, hefur gengið til liðs við félagið ásamt henni Björk Tómasdóttir sem er örvhent skytta úr liði Fram. Ragnhildur er miðjumaður og hefur sýnt það á síðustu árum að hún á framtíðina fyrir sér í handboltanum. Hún hefur verið einn sterkasti leikmaður FH-stelpna en þær kepptu einmitt til úrslita um Íslandsmeistaratiltilinn árið 2000. Þá var Ragnhildur í þeim hópi og stóð sig mjög vel. Einnig hefur Króatíski markmaðurinn Lukrecija Bokan, kölluð Lucia, gengið til liðs við Hauka. Hún kemur beint að utan og ég verð að viðurkenna það að ég hreinlega veit ekkert um hana. En ég vil bjóða þær allar velkomnar til Hauka og vonandi eiga þær eftir að standa sig vel í vetur.