ÍBV vörðu bikarmeistaratitil sinn þegar þær sigruðu Gróttu/KR í dag með 22 mörkum gegn 16. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik en Grótta/KR liðið virkaði sérlega stressað í byrjun og skoraði sitt annað mark ekki fyrr en á 18. mín. Á meðan höfðu eyjastúlkur skorað 6.
ÍBV hélt þessu forskoti það sem eftir lifði leiks og var sigurinn aldrei í hættu. Grótta/KR sendi alltof marga bolta í hendurnar á ÍBV og geta að miklu leiti kennt sjálfum sér um það að hafa aldrei komist inn í leikinn. Eyjastúlkur skoruðu mörg mörk úr hraðaupphlaupum og sýndu að þær eru með mjög sterkt lið þegar þær ná sér á strik. Frábær varnarleikur þar sem þær héldu sterku útlendingunum hjá Gróttu/KR vel niðri og svo var Vigdís sterk fyrir aftan vörnina. Markmenn Gróttu/KR náðu sér hins vegar ekki á strik enda komu mörg mörk af 6 metrunum þar sem hraðaupphlaup og línusendingar gengu mjög vel hjá ÍBV.
Mörkin skoruðu:
ÍBV: Visockaite 6, Fernandes-Perez 6, Dagný 5, Ingibjörg 3 og Andrea 2.
Grótta/KR: Kristín 5, Ágústa Edda 5, Alla 4, Eva og Amela Hegic 1.

Hér rétt í þessu voru svo Haukar einnig að verja bikarmeistaratitil sinn með glæsilegum tíu marka sigri 30-20 á Fram. Haukarnir fóru sér rólega af stað og voru Framarar 6-4 yfir þegar um 15. mín voru liðnar af leiknum. Þá tóku Haukar við sér með Halldór Ingólfsson sem besta mann og skoruðu sjö mörk í röð, staðan orðin 11-6. Staðan í hálfleik var svo 16-9. Síðari hálfleikur var svo gjörsamlega eign Hauka og náðu þeir mest 11 marka mun. Allir leikmenn liðsins fengu að spila og komust flestir þeirra á blað.
Haukar spiluðu mjög sterka 3-2-1 vörn sem vann ófáa bolta en eins og oft þegar þessi vörn er spiluð fengu Framarar mörg opin færi og nokkur vítaköst. Þar munaði mikið um að Bjarni Frosta varði 4 fyrst víti Fram í leiknum ásamt nokkrum öðrum dauðafærum. Fram vörnin byrjaði mjög vel en eftir 15. mín. voru Haukar búnir að finna út flesta veikleika varnarinnar og áttu auðvelt með að komast í opin færi það sem eftirlifði leiks.
Markverðir Hauka vörðu alls 18 skot, Bjarni 15 og Magnús 3 en hjá Fram varði Sebastian 6 skot og Magnús 4.
Mörk leiksins skoruðu:
Haukar: Halldór Ingólfsson 14, Aron Kristjánsson 4, Rúnar Sigtryggsson 4, Aliaksandr Shamkuts 3, Andri Þorbjörnsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Þorkell Magnússon 1, Þorvarður Tjörfi Ólafsson 1, Vignir Svavarsson 1.
Fram: Róbert Gunnarsson 9, Maxim Fedioukine 4, Hjálmar Vilhjálmsson 3, Lárus Jónsson 2, Björgvin Björgvinsson 1, Magnús Arngrímsson 1.