Afsökunarbeiðnir streyma til íslenska handboltasambandsins. Annar svissnesku dómaranna hefur þar á meðal beðist afsökunnar á því hversu illa hann dæmdi leikinn Íslans - Frakkland, hann sagðist hafa átt slæman dag. Franski þjálfarinn óskaði einnig íslensku strákunum til hamingju með að hafa komist í undanúrslitin. Slóvenski þálfarinn baðst líka afsökunnar á því hversu illa lið hans lék á móti Frökkum, en þeir töpuðu með 15 marka mun, hann vildi einnig óska strákunum til hamingju með árangurinn. Eins og allir sannir íþróttaráhugamenn vita þá töpuð Íslendingar fyrir Dönum í leik um þriðja sætið, en Íslendigarnir höfðu staðið sig vel í fyrri hálfleik. Svíar unnu mótið með mjög, mjög umdeiltu atriði. Svíar tóku markmanninn útaf og settu inn annan sóknarmann, Staffan Olsson skoraði fínt mark og breytti stöðunni í 26-26 og allt stefndi í framlengingu, þá köstu Þjóðverjar boltanumm að miðjunni og Dragilski kastaði beint í markið. En dómararnir sögðu að tíminn hefði verið búinn og dæmdu markið ekki gilt, hinsvegar sáu þeir sem sátu heima í stofa að það voru tvær sekúndur eftir á leikklukkunni. *Skildi þetta hafa eitthvað með það að gera að þetta var á heimavelli Svía?* Leikurinn var framlengdur og höfðu Svíar yfirburði í henni og unnu leikinn 33-31 og eru því evrópumeistarar árið 2002. Lövgren jafnaði markahæsta mann mótsins (Ólaf Stefánsson) og urðu þeir markakóngar mótsins. Það gleður ávalt Íslendinga að sjá landa sinn í stjörnuliði mótsins.