Það sem þarf að laga Eftir þennan frábæra árangur á evrópumótinu þá sá maður veika punkta. Guðmundur er greinilega á réttri leið með landsliðið og marga góða punkta. Veiku hliðarnar létu ekki sjá sig fyrr en í leiknum gegn svíum. Veikleikinn í leiknum gegn dönum var ekki mikill einungis sá að láta markvörðinn verja svona mikið frá sér. Svíar hafa verið duglegir að sitja yfir videospólum með leik íslenska liðsins. Þeir nýttu sér hraðaupphlaup, gáfu mikið inná línu og stoppuðu okkar hraðaupphlaup. Svíar sáu hvað þyrfti að stoppa. Þeir lokuðu algerlega á skytturnar og fengu íslendinga nánast til að gefa alltaf á línuna. Dagur Sigurðsson hefur aðeins einn stíl, undirhandarskot sem svíar vissu af allan tíman og lokuðu á. Nú þarf góðan miðjumann sem getur skorað mikið, getur gefið mikið af stoðsendingum og stendur fyrir sínu. Að mínu mati er sá leikmaður Snorri Steinn í Val sem er ótrúlega sterkur þrátt fyrir ungan aldur. Íslendingar voru ekki nógu duglegir að gefa útí hornin gegn svíum. Nú þegar Gummi Hrafnkels er kominn til ára sinna er tímabært að finna sér nýjan markvörð. ERfitt verður að fylla skarð hans en auðveldast væri að mínu mati að gefa Roland Eradse ríkisborgararétt því nokkuð ljóst er að hann er sterkasti markvörðurinn á íslandi í dag. EFtir þetta frábæra evrópumót getum við ekki annað en klappað íslensku strákunum fyrir frábæran árangur. ÁFRAM ÍSLAND