Jafntefli gegn spánverjum

Íslendingar náðu ekki að halda höfði gegn Spánverjum á EM í Svíþjóð en leiknum lauk með jafntefli 24:24. Spánverjar náðu að jafna leikinn í síðustu sókn liðsins sem hófst þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum.

Íslendingar höfðu undirtökin framan af og staðan var 17:11 um miðjan síðari hálfleik. Í hálfleik var Ísland fjórum mörkum yfir, 13:9.
Íslenska liðið hafði tveggja marka forystu þegar 40 sekúndur voru eftir en á ævintýralegan hátt tókst Spánverjum að jafna metin.

Úrslitin voru gríðarleg vonbrigði miðað við gang leiksins, en um miðjan síðari hálfleik vori Íslendingar sex mörkum yfir. Þá tók við afleitur kafli þar sem Patrekur misnotaði hvert skotið af öðru og Ólafur brenndi af víti. Spánverjar náðu að jafna leikinn en frumkvæðið var þó hjá Íslendingum og þegar 40 skúndur voru eftir skoðuðu þeir og leikurinn virtist unninn. Annað kom þó á daginn!

Hrikalegar lokasekúndur
Fljótlega í næstu sókn skoruðu Spánverjar. Farið var með boltann fram að miðju og klukkan tifaði. 15 sekúndur eftir. Þá stöðvuðu dómararnir leikinn þar sem tímaverðir höfðu ekki sett leikklukkuna af stað. Hún var aftur stillt á hálfa mínútu og Íslendingar fengu leikhlé.
Guðmundur lagði á ráðin um það hvernig halda mætti boltanum í þessar sekúndur og svo var leikurinn hafinn Sending á útispilara hægra megin, undirhandarskot, og MARK, tíminn búinn og jafntefli staðreynd. að nýju. Ekki tókst betur til en svo að dæmt var tvígrip á Guðjón Val - hans fyrsta innkoma í leikinn - og Spánverjar fengu aukakast á eigin vallarhelmingi þegar 4 sekúndur lifðu leiks.
Engin orð fá lýst vonbrigðum íslenska liðsins, en þau skinu úr hverju andliti og Spánverjar, sem fagnað hafa einu af efstu sætunum í nánast hverri Evrópu- og heimsmeistarakeppni, létu eins og þeir væru orðnir meistarar, slíkur var fögnuður þeirra.

Spurningar vöknuðu í lok leiks um að kæra framkvæmdina vegn ahandvammar tímavarða, en eftir ráðslag með mótshöldurum varð ljóst að kæra myndi engu breyta um niðurstöðuna. Því var frá því horfið.

Mörk íslenska liðsins skiptust þannig: Ólafur Stefánsson 7/4, Gústaf Bjarnason 4, Einar Örn Jónson 4, Sigfús Sigurðsson 3, Dagur Sigurðsson 2,Patrekur Jóhannesson 2 Aron Kristjánsson 1 og Rúnar Sigtrygsson 1.
Guðmundur Hrafnkelsson varði 10 skot í leiknum.

Ísland mætir hins vegar Slóveníu í dag í c-riðli Evrópukeppninnar í handbolta. Bæði liðin gerðu jafntefli gegn andstæðingunum sínum í gær, Ísland gegn Spáni og Slóvenía gegn Sviss. Í ljósi þeirra úrslita er íslenska liðið orðið sigurstranglegri aðilinn í leiknum í dag, sérstaklega þar sem liðið var unninn leik í höndunum gegn Spánverjum.

Slóveníu hefur nokkuð verið ruglað saman við Slóvakíu í umfjöllun hér heima fyrir keppnina, en Slóvakía lagði Ísland í slökum leik á EM 2000. Ísland og Slóvenía hafa hins vegar aðeins mæst tvisvar, árið 1992, þar sem Ísland vann anna leikinn 22-19 en hinum lauk með jafntefli 15-15.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)