Jæja Íslendingar eru búnir í Póllandi og töðuðu fyrstu 2 leikjum en enduðu á því að bursta pólverja. Stórfurðulegt hvernig allan stöðuleika vantar í þetta lið og furðulegt að reyna að átta sig á getu þeirra. Sigurinn í restina gaf smá von um gott framhald einnig góðar fréttir að Halldór Ingólfsson var að raða inn eins og honum einum er lagið, það tryggir honum vonandi veru í liði sem hann átti löngu að vera komin í. Landliðið heldur svo áfram í spennandi verkefni sem lengi hefur verið beðið eftir eða Evrópukeppnin sem við tryggðum okkar með stórsigri á stórliði Hvít rússa. Krafan mín er þessi fyrstu 6. sætin og ekkert annað. Hvað segið þið hinir?