Gengi Ísland á EM Jæja þar sem það eru aðeins 19 klukkustundir eða svo í EM 2008 í Noregi er tilvalið að ræða aðeins um mótið og hvernig augum við getum lítt á þetta mót.


Logi sagði að þetta væri besta landsliðið sem hefur komið fram síðan við byrjuðum í handbolta. Mikil breidd í liðinu og margir knáir kappar í liðinu. Við á fróni gerum ákveðnar væntingar til Ísland á stór mótum og það er allavega að komast upp úr riðlinum og svo eitthvað lengra. Ég er því ekki miður sáttur með stöðuleikann í varnarleiknum hjá okkur og ég vona að Alfreð nær að laga hann.

Svíþjóð - Ísland: Leikurinn verður erfiður fyrir okkur. Þótt við unnum þá seinast er það ekkert sjálfsagt að það gerist aftur. Miklar breytingar hafa verið í liði Svíana síðan þeir unnu EM seinast. Blanda af ungum og reyndum leikmönnum sem eru að spila allstaðar í Evrópu svo dæmi séu tekinn eru margir sem spila með Kiel í búndislúgunni. Kiel er einungis með toppmenn í sínu liði og unnu t.d. meistaradeildina síðasta tímabil. Við þurfum góðan leik.

Ísland - Slóvakía: Sumir hugsa að það sé sjálfsagt mál að vinna þá. En hvað gerðist um árið á HM í þýskalandi á móti Úkraínu. Við skytum allvarlega í heigið en björguðum okkur síðan með að vinna Frakka. Við þurfum að vera með hausinn á allan tíma og gera sem færst mistök.

Ísland - Frakkaland: Frakkar eru með betra lið. Þetta fer voða mikið eftir dagsforminu. Ég er á því að Frakkar komist í úrslit og jafnvel vinni mótið. Þeir eru með mjög gott lið og góða leikmenn. Það væri nátturulega toppurinn að vinna þá og verða efstir í riðlinum en ég býst við að Frakkar fari með sigurinn í þessum riðli.

Riðillinn fer svona(spá mín):

Frakkar 6
Ísland 4
Svíþjóð 2
Slóvakía 0

Svo við förum upp með 4 stig sem er ásættanlegt. En best er að einblýna á eitt í einu og sjá hvað gerist eftir leikinn gegn Svíum.
Hvernig væri að fá smá umræðu um mótið?..hvernig haldi þið að riðillinn fari?

Toggi-