Þá er það ljóst að við fáum frændur okkur Dani í næsta leik á þriðjudaginn kemur.
Þetta verður erfiður leikur en ég held að við eigum ágæta möguleika á móti þeim. Þessi tvö lið eru svipuð af styrkleika og verður þetta vafalaust jafn og spennandi leikur.
Sigurvegarinn í þessum leik fær annað hvort að keppa við Pólland eða Rússa og verð ég að segja að möguleikar okkar á að komast í úrslita leik á stórmóti hafa nánast aldrei verið eins miklir. Því við eigum ágætis möguleika á móti öllum þessum liðum.
Hérna er úrslitt Dana á mótinu

Danmörk-Noregur 27-25
Danmörk-Angóla 39-20
Danmörk-Ungverjaland 29-30

Danmörk-Króatía 26-28
Danmörk-Spán 27-23
Danmörk-Rússland 26-24
Danmörk-Tékkland 33-29

Eins og þið sjáið eru Danir með hörkulið og ber þá hæðst sigrarnir á Spánverjum,Norðmönum og Rússum en tapið á Ungverjum sína að þeir eiga ekki alltaf góðan dag.

Áfram ÍSLAND
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt