Fyrst Toggi senti inn svo skemmtilega grein datt mér í hug að senda inn smá grein um það þegar við í FH fórum á Partille Cup.

Við fórum 3.júni klukkan 8:30 frá Keflavíkurflugvelli og FH var með 3 lið í karlaflokki og 1 í kvennaflokki, en ég ætla að fjalla um ferðina hjá 90 árganginum.

En þrátt fyrir það ætla ég einnig að segja frá því að 88 liðið fór í 8 liða úrslit og 91 liðið í 32 liða úrslit en nóg um það.

Við fórum nokkuð létt í gegnum riðilinn og unnum alla leikina. Við spiluðum 2falda umferð vegna þess að eitt liðið úr riðlinum hætti keppni áður en mótið byrjaði og voru þess vegna bara 5 lið í riðlinum en úrslitin í leikjunum voru þessi

FH - Våsteras (Svíþjóð) 19 - 12
FH - Venus Niuewegein (Holland) 25 - 14
FH - Kristianstad (Noregur) 15 - 13
FH - Kårra 2 (Svíþjóð) 21 - 15
FH - Kristianstad 18 - 13
FH - Våsteras 19 - 10
FH - Venus Niuewegein 22 - 9
FH - Kårra 2 19 - 12

Þrátt fyrir að hafa unnið alla leikina okkar þá vorum við ekki að spila eins vel og við vildum. Í 32 liða úrslitum mættum við Waasmunster HK frá Belgíu og unnum við þá 18 - 15. Þetta voru mjög sprækir strákar.

Í 16 liða úrslitum mættum við HK Tyrold frá Svíþjóði en árið áður fórum við líka á Partille og á töpuðum við einmitt á móti HK Tyrold í 8 liða úrslitum og vorum við staðráðnir í að láta það ekki gerast aftur. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en við völtuðum yfir þá í seinni hálfleik og endaði leikurinn 18 - 12 okkur í hag

Núna vorum við komnir jafnlangt og árið áður og næsti andstæðingur okkar var Lugi HF en þeir eru einmitt með eitt öflugasta unglingastarfið í Svíþjóð. Við vorum held ég þremur mörkum yfir í hálfleik 8 - 5 og unnum við leikinn 17 - 13.

Þá var komið að undanúrslitunum og þar áttum við að mæta Partillemeisturunum frá því í fyrra BK Heid en þetta er mjög gott lið en við ætluðum okkur allan timann sigur og vorum komnir í 8 - 3 snemma í leiknum. Í lokin náðu þeir eitthvað að saxa á forskotið þrátt fyrir það unnum við 18 - 15.

Loksins var komið að úrslitaleiknum og mótherjinn var besta liðið í Svíþjóð HK Eskil sem varð Svíþjóðarmeistari veturinn áður. Þeir byrjuðu skemmtilega og skoruðu úr sirkusmarki í fyrstu sókn en eftir það leiddum við eiginlega allan tímann. Þeir náðu að jafna í stöðunni 15 - 15 og þá voru rúmar fimm mínútur eftir. Við skoruðum í næstu sókn og staðan orðin 16 - 15. Við fórum í sókn og skoruðum aftur. 17 - 15. Þeir skora í næstu sókn, munurinn aftur orðinn 1 mark. Við klúðruðum skotinu i næstu sókn og þá var rúm 1 og hálf mínúta eftir. Eskil leggja af stað í sókn og missa boltann útaf i innkast þegar 40 sek eru eftir. Við þurftum bara að halda boltanum þar eftir og það tókst við meira að segja bættum við einu marki í viðbót. Leikurinn endaði 18 - 16.

Þetta var snilldarferð og það sigurinn í mótinu toppaði hana.