Spánarferðin Mín með ÍR-ingum 90’+einn 91’ og einn 89’

Mér langar að segja ykkur frá bestu upplifun minni. En það var ferðin til Spánar núna í sumar(2006). Við í ÍR ákvöðum að fara til Spánar á mót rétt fyrir utan Barcelona. Bærinn heit Calella. Svo ég taki það skírt fram er þetta ekki sama mót og Granolles Cup en það mót er líka haldið fyrir utan Barcelona.

Mótið hét Trofeu Del Maresme og var staðsett hjá Costa Brava störndinni. En meira um mótið á http://www.hsi.is/default.asp?cat_id=236 . 89-90 árgangar spiluðu saman þannig við vorum á yngra ári. En jæja nú held ég áfram.

3 júni 2006. héldum við í 90’ árgangi hjá ÍR í utanlandsferð en við vorum um 9-10. Vid komum til Calella kl 01.00 ad staðar tima. Ferðin gekk vel og allir komust heilir á leidarenda. Við keppa tvo leiki þann dag. Leikur eitt fór 21-5 fyrir okkur en sá leikur var á móti Þýsku liði. Leikur 2 var á móti spænsku liði.

Það átti að dæma okkur úr keppni fyrir að nota harpix en klukkutima fyrir að mótið byrjaði voru gerðar reglur um að það mætti ekki nota harpix. Við keptum þennan leik á öðrum tíma og töpuðum við honum með16-13. Þar var hausin ekki í lagi en við höfðum getað unnið hann. 3 leikurinn og seinasti leikurinn í riðlinum var á móti þýsku liði. Það lið var mjög stert.

Og var leikurinn allan tíman í járnum. En við unnum hann á endanum með 2 mörkum 14-12. Mög góður sigur og með þeim sigri komumst við upp á markatölu. En firsta skipti í 5 ár að spæska liðið komst ekki upp úr riðlinum sínum. Við fengum Sænskt lið í undanúrslitaleiknum.

Þeir voru mjög sterkir og spiluðu 3,2,1 vörn sem við réðum ekkert við. Við þurftum að sætta okkur við 2 marka tap 12-10. Þetta sama lið vann svo úrslita leikinn og lenntum við í 3 sæti. Mjög sáttir en höfðum viljað fara lengra. Keppnin sjálf tók 4 daga en við áttum að vera þarna í 7. Eftir þetta var bara chillað. Farið í Porta Van Tura, Go Cart, Éta, Barcelona völlinn. Ég verð að segja að stelpurnar sem voru þarna frá svíþjóð og þessum löndum voru ekki á verri endanum.

En við drengirnir gerðum ekkert annað en að horfa á þær og spjalla. Við vorum á fínu 3 stjörnu hóteli. Maturinn var reyndar frekar vondur en Mc donalds var neðar í götunni þannig ekki langt í það að fá sér einn sveittan. Þjálfarar Norðurlanda liðanna völdu lið mótsins en þar áttu við einn mann það var hann Arnór Markmaður en hann er 91’ og var þar að auki 2 árum yngri en átti að vera. Hann var og er mjög góður markmaður sem hefur staðið vörð hjá okkur í 90’ liðinu.

Ég hvet öll lið til að fara þanngað. Þetta er besta ferð sem ég hef farið í og mun hún standa lengi í huga mér.

Tips: Ef þið farið þanngað þá gef ég ykkur tips.
Verðið að muna að prútta niður allt drasl sem Indverjarnir eru að selja í götubúðum þarna í miðborginni. Ekki fá ykkur mat á hótelinu. Fínt brauð, ávextir, Mc donalds neðar við sjóinn. Væri fínt að hafa djamm gallan með en þarna eru 2-3 skemmtistaðir. Með freiðiparty og einhverju sullu.
Þetta hafði ég að segja um þessa yndislegu ferð.

Veit að það eru fullt af stafsettningar villum í þessu. Var að drífa mig við að skrifa greinina. Þetta er lesanlegt og það er eins sem skiptir máli:D

.. Ef þið viljið sjá myndir ú þessari ferð gef ég ykkur link. http://www.blog.central.is/ir-ingar?page=viewPage&id=1090636
Enn og aftur. Ef liðið þitt ætlar út farðu þanngað. Ég veit að 91’ hjá ÍR ætlar þarna aftur. Við í 90’ ætlum ábyggilega að endurtaka leikinn á þar næsta ári og fara þá enþá lengra.

Toggi20

Meira um liðið á www.blog.central.is/ir-ingar


Þetta er hann Ottó. Þessi náungi er sá fyndnasti í bransanum og hélt ferðinni gangandi með rosalegum bröndurum, steikleika og persónuleika


þakka fyrir mig