Æfingavikan mín Mér var farið að finnast vanta grein þannig ég hef tekið ákvörðunina að skrifa grein um mína handboltaæfingaviku.

Og spyrja ykkur út í ykkar og þá fáum við vonandi smá umræðu hérna, ekki satt?

Allaveganna æfingavikan mín byrjar á mánudögum klukkan 1830 en við fáum ekki salinn fyrr en klukkan 1900.

Þá hlaupum við ágætlega stóran hring úti í upphitum, erum svona 20 mín. að hita upp úti og hitum svo meira upp inni.

Síðan fáum við salinn, við gerum hinar og þessar æfingar.

Við spilum á miklum hraða, stundum á aðeins of miklum hraða fyrir minn smekk.

Við fáum líka góðar skotæfingar á nánast hverri æfingu, og þarafleiðandi fær markmaðurinn líka góðar æfingar.

Við erum búnir klukkan 2015 en fáum yfirleitt að halda áfram 10 mín. lengur en við eigum að vera.



Miðvikudagar:

Á miðvikudögum erum við frá klukkan 1930 til klukkan 2100 og allan tímann inni í salnum uppi.

Þar er enn skotæfingarnar, hraðaæfingarnar og öll tekníkin.

Línumennirnir fá yfirleitt mest útúr miðvikudagsæfingunum, eða af okkur útispilurunum.

Síðan eru þetta líka yfirleitt góðar æfingar fyrir varnarmenn, en ég hef verið að lenda í því að hann vilji að ég spili í vörninni, en ég er að fitta alveg ágætlega þar inn.



Fimmtudagar:

Langskemmtilegustu æfingarnar, eða allaveganna langskemmtilegustu endarnir á æfingum.

Við byrjum klukkan 1800 og erum búnir klukkan 2000.

Erum að æfa í helmingnum af salnum í góðan tíma, en við hitum upp yfirleitt upp í fótbolta með meistaraflokk.

Og síðan er æfingavikan yfirleitt enduð á leik við meistaraflokkinn.



Ég er að æfa með Ronneby H.K. eða Ronneby Alligators, í flokknum Pojkar ‘91
En ég er einu ári yngri, það er bara enginn ’92 flokkur, vegna skorts á jafnöldrum mínum.

Sem væri þá 3 eða 4 flokkur, er það ekki?

Í hvaða flokk og með hvaða liði eruð þið að spila?