Sameining fyrir norðan Já.. eins og titillinn bendir til er verið að sameina liðin fyrir norðan, KA og Þór.

Lítið mun breytast hjá konunum þar sem liðin hafa verið í samstarfi með kvennaliðin undanfarin ár (og þessvegna mun ég aðallega tala um áhrif á karlaliðið eða það sem hefur áhrif á bæði lið í þessari grein.)

Sameiningin hefur verið í undirbúningi síðan um áramótin 2005-2006 og felur í sér að

liðin muni reka sameiginlega meistaraflokka hjá báðum kynjum og 2.flokk karla og verður leikið á kt. KA í meistaraflokki þar sem þeir eiga
sæti í efstu deild.

Liðið mun bera nafnið Akureyri Handboltafélag, eða HA eins og menn vilja meina að verði oftar notað,(sem mér finnst ekkert rosalega mikið til koma)
og verður leikið í KA heimilinu, nema ef ástæða þykir til að leika í íþróttahöllinni, t.d vegna áhorfendafjölda.

Rúnar Sigtryggsson og Sævar Árnason hafa verið ráðnir þjálfari og aðstoðarþjálfari hjá liðinu sem hefur verið að æfa undanfarnar vikur.

í viðtali sem Rúnar gaf á KA síðunni sagði hann að markmiðið í vetur væri til að byrja með bara að halda sæti í efstu deild,
en sagði að það væri raunhæft að gera þá kröfu á liðið að vera í baráttu um titla á næsta tímabili, með svo stórann hóp.

Mér finnst samt að þó að það sé auðvitað gott að geta teflt fram eins sterku liði og hægt her, þá muni það bitna á því að þeir sem yngri eru
fái að sanna sig því þeir lenda svo aftarlega í goggunarröðinni.

Tökum sem dæmi Andra Snæ unglingalandsliðsmann og Arnór Atlason fyrrv. KA mann og í dag A-landsliðsmann .

Þessir leikmenn voru farnir að fá góðann spiltíma með m.fl þegar þeir voru í 3.flokk en með svona stórann hóp er ólíklegt að 3.flokks leikmenn
komist einu sinni í hóp.

en þetta er bara mitt mat.

þó að ég eigi eftir að sakna þess að fara á leik og hvetja gulklætt lið KA, vona ég auðvitað að hið nýja lið nái sem bestum árangri, því
KA er jú helmingurinn af þessu liði