U-20 ára landsliðið Síðustu helgi tók u-20 ára landsliðið þátt í undankeppni EM sem fór fram í Tékklandi.
Ísland var með Tékklandi, Tyrklandi og Þýskalandi í riðli.

Hópurinn var svona:

Markmenn:
Björn Ingi Friðþjófsson FRAM
Þorgils Orri Jónsson ÍBV

Aðrir Leikmenn:
Andri Snær Stefánsson KA
Björgvin Hólmgeirsson ÍR
Elvar Friðriksson Valur
Ernir Arnarson Afturelding
Fannar Friðgeirsson Valur
Gísli Jón Þórisson Haukar
Gunnar Harðarson FRAM
Gunnar Steinn Jónsson HK
Ingvar Árnason Valur
Magnús Einarsson Afturelding
Ragnar Snær Njálsson KA
Rúnar Kárason FRAM
Sigfús Páll Sigfússon FRAM
Sveinn Þorgeirsson Víkingur/Fjölnir

Starfsfólk:
Heimir Ríkarðsson Þjálfari
Kristinn Guðmundsson Aðst. Þjálfari
Jónas Fjeldsted Liðstjóri
Sólveig Steinþórsdóttir Sjúkraþálfari

Fyrst átti Ísland leik við Tyrkland.

Þeir unnu leikinn 36-28 eftir að hafa verið yfir 19-8 í hálfleik.

Markahæstir hjá Íslandi voru: Andri Snær Stefánsson 9, Fannar Friðgeirsson 7, Rúnar Kárason 7, Elvar Friðriksson 3, Gísli Jón Þórisson 2, Gunnar Harðarson 2, Magnús Einarsson 2, Ingvar Árnason 2, Gunnar Steinn Jónsson 1 og Ernir Arnarson 1.

Í markinu varði Björn Ingi Friðþjófsson 21 bolta.


Í öðrum leiknum átti Ísland leik við Tékkland og leikurinn fór 23-27 fyrir Tékklandi eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik.

Markahæstir hjá Íslandi voru: Ernir Arnarson með 7 mörk, Fannar Friðgeirsson 6, Andri Snær Stefánsson 3, Gunnar Harðarson 2, Rúnar Kárason 2, Sigfús Páll Sigfússon 2 og Ingvar Árnason 1.

Í markinu varði Björn Ingi Friðþjófsson 24 bolta.


Í síðasta leiknum gegn Þjóðverjum tapaði Ísland 27-34 eftir að hafa verið undir 14-16 í hálfleik og þar með er ljóst að liðið kemst ekki á EM í sumar í Austurríki.

Markahæstir hjá Íslandi voru: Ernir Arnarson með 7 mörk, Björgvin Hólmgeirsson 5, Elvar Friðriksson 5, Andri Snær Stefánsson 2, Gunnar Harðarson 2, Magnús Einarsson 2, Fannar Friðgeirsson 1, Ingvar Árnason 1, Sveinn Þorgeirsson 1 og Sigfús Páll Sigfússon 1.

Markvarslan var ekki nógu góð en Þorgils Orri Jónsson varði 7 bolta og Björn Ingi Friðþjófsson 5 bolta.