Hk-íbv ÍBV gat tryggt sér íslandsmeistara titilinn með 1 stiga mun ef þeir mundu vinna HK síðastliðinn 1.apríl.
Staðan í fyrri hálfleik var 17-14 ÍBV í hag.
HK stúlkur gerðu sitt allra besta og stóðu sig allveg fullkomlega í þessum leik. En þær voru miklu betri í fyrri hálfleik eins og íslenska karla landsliðið er oftast :P
Í seinni hálfleik skoraði ÍBV fyrsta markið og svo fljótt eftir það var staðar 22-16.
Loka staðan í leiknum var 31-27 eyja stúlkum í hag.
En HK stelpuru hafa átt geðveikan vetur og eyja stúlkur líka.

En þær stelpuru sem skoruðu fyrir HK voru:

Arna Sif Pálsdóttir með 7 mörk.
Aukse Vysnicauskeute með 5 mörk
Aunia Gecune Með 4 mörk
Hjördís Rafnsdóttir með 3 mörk
Auður Jónsdóttir með 3 mörk
Brynja Magnúsdóttir með 2 mörk
Rut Jónsdóttir með 2 mörk
Marta Björnsdóttir með 1 mark

Ólöf Ragnarsdóttir varði 11 skot í marki HK.

HK stúlkur voru útaf í alls 8 mínútur með 2 mínúta brotvísun.

Þær stelpuru sem skoruðu fyrir ÍBV voru:
Pavla Plaminkova með 12 mörk
Ingibjörk Jónsdóttir með 6 mörk
Ragna Karen Sigurðardóttir með 5 mörk
Renata Horvath með 3 mörk
Simona Vintila með 3 mörk
Ester Óskarsdóttir með 2 mörk

Florentina Grecu varði 20 skot í marki ÍBV.
- - - - - - - - - -
Svo vildi ég líka endilega sýna ykkur viðtal við Alfreð Finnsson Þjálfa ÍBV.


Þetta er stærsta stundin á mínum ferli
Alfreð Finnsson er að ljúka sínu öðru ári sem þjálfari ÍBV. Í fyrra vann liðið engan titil en uppskáru þann stóra í ár. Blaðamaður sport.is heyrði hljóðið í Alfreð eftir leikinn í dag. “Þetta er soldið skrýtið allt saman. Við vorum búin að bíða lengi eftir þessum leik þannig að þetta var eitthvað skrýtið”. Fannst þér þetta vera öruggt allan tímann? “Alls ekki, ég var drullustressaður, ég hélt reyndar að þetta væri komið í seinni hálfleik þegar við náðum 6 marka forskoti en þá komu þær til baka. En það má líka regja að þær hafi spilað bara betur en við í dag. En við erum með reynslu og náðum að setja nokkur seiglumörk og í lokin settum við upp fyrir skytturnar okkar sem heppnaðist vel”. En hvað með þig sjálfan, óráðið? “Það er allt saman óráðið ennþá, við ræðum þetta bara eftir helgina. Ég er að vinna fyrir besta klúbb landsins, ég vil vera hérna áfram og svo elska ég Vestmannaeyjar”. Þetta er væntanlega toppurinn? “Já engin spurning. Þetta er toppurinn á mínum ferli. Er búinn að vera bíða eftir þessu lengi því ég hef aldrei unnið neitt í meistaraflokki eftir kannski fínan árangur í yngri flokkunum. Þetta er einfaldlega frábært og ástæðan fyrir því að ég fór til eyja upphaflega”. Sagði hinn frábæri þjálfari ÍBV að lokum.

Ég fékk þetta viðtal á DHL-deildin.is og flestar uplýsingar þaðan.

kv.Gunnzinator