Ísland-Rússland Já.. ég ætla að tala aðeins um leik Íslendinga og Rússa á EM.

Þessi leikur var mjög mikilvægur fyrir bæði lið en þó held ég aðeins mikilvægari fyrir íslendinga í ljósi þess að Rússar voru með fullt hús stiga á meðan Ísland og Danmörk voru jöfn með 3 stig.

Rússar byrjuðu mun betur og komust í 4-1 en þá ákvað Viggó Sigurðsson að breyta vörninni örlítið (kom að vísu inn í stöðunni 4-1 þannig að ég get ekki sagt nákvæmlega frá því sem gerðist fyrir þann kafla)og það hafði góð áhrif.
Íslendingar skorðuðu næstu 6 mörk og komust í 10-5. Þá fóru Rússar aðeins að vakna en bilið hélst. og með frábærri vörn sem skilaði af sér slatta af hraðaupphlaupum náðu Íslendingar að halda forskotinu út leikinn þótt að Rússar næðu að minnka niður í 1 mark þegar um það bil ein mínúta var eftir af leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson:

Átti frábærann leik eftir 2 slakarI leiki á undan.
Var að spila vel fyrir framan í vörninni, nýtti frábærlega í horninu og fór ó hraðaupphlaupin eins og honum einum er lagið.

Arnór Atlason:

Er að stimpla sig betur inn í þetta lið með hverjum leik. Átti guð má vita hvað margar stoðsendingar, var að skjóta á mikilvægum augnablikum og var að spila nokkuð vel í vörninni fannst mér.

Snorri Steinn:

Hélt áfram eins og frá var horfið á punktinum en var ekki að skjóta jafn mikið fyrir utan og í hinum leikjunum fannst mér. stjórnaði leiknum þó vel á miðjunni og tók góðar ákvarðanir.

Ólafur Stefánsson:

Var hann í alvöru meiddur:O
Hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leiknum, var leiðtogi inná vellinum, var að taka af skarið þegar á því þurfti ok koma með mikilvæg mörk t,d þegar hendin var komin upp hjá dómörunum, bar upp boltan í hraðaupphlaupum eða fann guðjón frammi og átti auk þess haug af góðum línusendingum.
Var í horninu í vörn og það hefur eflaust verið honum góð hvíld.

Alexander Petterson:

Spilaði í hægri skyttunni í vörn og gerði það frábærlega. Sóknin var líka mjög góð var að nýta færin sín vel, og skoraði nokkur mikilvæg mörk.

Birkir Ívar :

Var að verja vel í dauðafærum en nokkrir boltar sem hann hefði getað tekið sem að fóru inn. Þokkalegur leikur en hefði getað verið Betri.

Sigfús Sigurðsson:

Spilaði vörn eins og honum einum er lagið og átti auk þess nokkur góð mörk.

Róbert Gunnarson:

Tók ekki mikið eftir honum einhverra hluta vegna en hann var að skora góð mörk og taka fráköst sem skiptu máli.

Sigurður Eggertsson:

Átti fína innkomu, átti góða stoðsendingu og opnaði vel vörnina hjá rússunum með snöggum hreyfingum.

Heimir Örn:

Var að spila fína vörn, og átti bara mjög góða innkomu held ég.

Roland Eradze:

Mistök leiksins að mínu mati. Kom inná í korter eða svo og var ekki að verja neitt að ráði. er klárlega þeirrar skoðunar að Hreiðar Guðmundsson hefði átt að vera í hóp.
Hann er buinn að eiga góða innkomu í þeim leikjum sem hann hefur spilað og er buinn að verja frábærlega hérna heima líka eins og Birkir Ívar á meðan Roland er búinn að vera meira og minna meiddur og lítið af honum sést.

—————————————————-

Þetta er ekki copyað af neinni síðu.. ég skrifaði þetta allt sjálfur ef einhver ætlaði að fara að halda því fram.