Já Ka menn eru úr leik eftir að hafa tapað fyrir Steau Bukarest úti í Rúmeníu 30-21, en fyrri leik liðanna í KA heimilinu lauk með 1marks sigri KA og KA tapar því í heildina með 8 mörkum.
Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir KA menn en þeir voru búnir að leggja mikið á sig til þess að taka þáttí kepninni, en þáttökuna fjármögnuðu þeir alveg sjálfir.

Gangur leiksins var svona:


Hópur KA - Staðfest:
Hreiðar Levý Guðmundsson, Stefán Guðnason, Ólafur Sigurgeirsson, Andri Snær Stefánsson, Rögnvaldur B Johnsen, Magnús Stefánsson, Ragnar Snær Njálsson, Jónatan Þór Magnússon, Guðmundur Hermannsson, Óðinn Stefánsson, Goran Gusic, Bjartur Máni Sigurðsson, Jónas Guðbrandsson og Hörður Fannar Sigþórsson

Stórtíðindi:
Alin Sania er ekki með liði Steaua í dag en hann er meiddur!

Innskot( Einn þeirra besti leikmaður sem segir mér að KA menn hafi getað gert mun betur en þeir gerðu, miðað við lokatölur leiksinss)

Ískalt er í höllinni í Bukarest en hún er á engan hátt upphituð.
Reyni Stefánssyni þjálfara líst þó virkilega vel á leikinn og virtist nokkuð spenntur er hann ræddi við heimasíðuna núna rétt áðan.

Byrjunarlið KA – Staðfest af Reyni Stefánssyni:
Sókn: Ólafur (Vinstra horn), Rögnvaldur (Vinstri skytta), Jónatan (miðja), Goran (Hægri skytta), Bjartur (Hægra horn), Hörður (Lína)
Vörn (6-0): Ólafur (Vinstra horn), Jónatan (Vinstri bakvörður), Magnús (Miðja), Hörður (Miðja), Rögnvaldur (Hægri bakvörður), Bjartur (Hægra horn)
Mark: Hreiðar

Steaua-KA: 2-0 (4 mínútur)
Hreiðar strax kominn með 3 skot varin (4 mín)
Steaua-KA: 6-2 (10 mínútur)
Steaua-KA: 8-2 (12 mínútur)
KA tekur leikhlé (8-2)
Steaua-KA: 9-4 (17 mínútur)
Steaua-KA: 9-5 (19 mínútur)
Steaua tekur leikhlé (9-5)
Steaua-KA: 12-8 (28 mínútur)
Steaua-KA: 13-9 (Hálfleikur)

KA spilaði 6-0 vörn allan fyrri hálfleikinn og gekk það ekki vel. Á bak við hana er Hreiðar að standa sig vel.
Sóknin er mjög stirð og virkar allt nokkuð erfitt hjá okkar mönnum. Jónatan hefur skilað sínu vel og Ragnar átti góða innkomu seinustu 10 mínúturnar. Aðrir hafa ekki verið að spila eins og þeir eiga að sér.
Hörður Fannar hefur fengið 2 mínútur tvívegis.
Goran Gusic skoraði fyrsta mark KA en meiddist snemma eftir það og hefur ekkert komið inná aftur. Einhver nárameiðsli.

Steaua-KA: 15-12 (35 mínútur)
KA byrjar seinni hálfleikinn mun betur en þeir spiluðu þann fyrri.
Andri Snær kominn í vinstra hornið.
Goran byrjaði og spilaði fyrstu sókn en fór meiddur út af eftir hana og hefur ekki komið aftur inn. (35 mín)
Steaua-KA: 17-15
Steaua-KA: 19-17 (45 mínútur)
Steaua er farið að klippa Jónatan út.
KA er enn í 6-0 vörn.
Steaua-KA: 20-17 (47 mínútur)
Jónatan Magnússon rautt spjald (47 mín)
Steaua-KA: 21-17 (49 mínútur)
Steaua-KA: 23-18 (52 mínútur)
Steaua-KA: 30-21 (Lokatolur)


Já núna er ekkert að gera nema að komast yfir þetta og koma svo í deildarkeppnina af tvöföldum krafti.