Fyrirmynd Ert þú með fyrirmynd í handboltanum?
Stefniru að því að ná að verða jafn góð/ur og hann/hún?
Ég tel að maður þurfi að vera með fyrirmynd í boltanum ef maður ætlar að komast langt.
Sjálfur hef ég nokkrar fyrirmyndir en samt er einn maður sem er númer 1 hjá mér, hann er heilagur og það er Geir Sveinsson, fyrrum besti línumaður heims.
En númer 2 er Óli Stef.

Ef ég myndi nú komast langt í boltanum, t.d. til Þýskalands, þá myndi ég gera mitt besta til að vera góð fyrirmynd og það er einn hlutur sem yrði aldrei framkvæmdur af mér, en það er að hrækja á andstæðinginn eins og Roland Eradze gerði með ÍBV(eða hrækti hann á dómarann?) eftir að hann hrækti á manninn þá hefur hann lækkað mikið í áliti hjá mér. Ég dýrkaði hann á sínum tíma en núna er hann leikmaður sem mér finnst aðeins verri en allt í lagi, þó er einn maður sem mér hefur aldrei líkað vel við en það er Héðinn Gilsson og það er bara vegna persónulegra ástæðna.

Sjálfur sé ég mig vera eftir 13 ár annað hvort að spila með Val eða ef ég verð heppinn að spila í Þýskalandi og ef ég yrði nú allsvaðalega heppinn þá gæti ég verið að spila með Magdeburg eða Ciuded Real.

Ég ætla ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en ég neyðist til þess vegna alvarlegra meiðsla eða aldurs, vona frekar að það yrði vegna aldurs en þá myndi ég fara í “old boys” lið eða utandeildarlið.

Ef ég færi í utandeildarlið þá myndi ég stefna á að fara í Ungmennafélagið Bifröst þar að segja ef þeir væru enn í utandeildinni og ef þeir væru ekki hættir annars væri það náttúrulega Hraðlestin.

Það er toppurinn að komast í heimslið og ég stefni á heimslið þó svo að ég sé ekki nema 13 ára.

Mér hefur verið sagt að það sé mikilvægt að setja sér takmörk bæði í lífinu og í boltanum og þetta eru takmörk mín í boltanum.