ATH: Það gætu verið einhverjar persónubundnar skoðanir, ég tek ábyrgð á öllu innihaldi og tek ekkert af því til baka!



Fyrst af öllu vil ég segja, Valsarar, HVAR eruð þið??? Þó að völlurinn sé ekki ennþá 100 metra frá ykkur þá er það ENGIN afsökun fyrir því að mæta ekki. Það var vægast sagt HÖRMULEG mæting hjá Valsmönnum á leikinn.

Þar sem engin úrslitakeppni er þá er mikilvægt að styðja liðið þegar það er þó í göngufjarlægð frá Vals svæðinu. Ég sé ekki svona illa mætt á ÁSVELLI og samt er það MIKLU lengra frá en Laugardalshöllin.

Hvers vegna er svona illa mætt? Eru menn eitthvað ósáttir við þjálfarana, leikmennina, framkvæmdirnar eða hvað? Hver er ástæðan??

Maður sá fastagestina, síðan nokkra sem æfa, nokkra svona “auka” ef ég má nota það orðalag, auðvitað ekki að segja að stuðningsmennirnir séu aukaatriði. Stuðningsmennirnir eru STÁLIÐ! Liðið þarf stuðning til að geta eitthvað. Ég segi það bara fyrir mig að ef að ég hefði verið að spila þá hefði það örugglega slegið mig hversu fáir mættu í einum af aðal leikjum ársins.


—-

Næsti partur, leikurinn sjálfur:

Í leiknum voru dómararnir afgerandi, ótrúlegt HVERSU MIKIÐ þeir létu plata sig. Seinni hálfleikur, 19 mínúta - 42 sekúndur ef ég man rétt. Þá nær Valsmaður frákasti, er einfaldlega HRINT í gólfið á engu lágu plani, væri eins hægt að koma með hríðskotabyssu eða eitthvað. En hann nær að senda hann fram, og þar kemur markmaður Hauka með einhvern mesta leikaraskap sem ég hef séð á allri ævi minni. Og auðvitað gleyptu dómararnir við því eins og nýbakaðri smáköku frá mömmu. Jú jú, hann fær tvær mínútur fyrir að vera potað í hann! *pot* Og hann byrjar að væla…

Eftir leikinn þá dauðlangaði mig að tala við dómarana og spyrja þá síðan hvenær handboltavöllurinn varð að leikskóla og hvort þeir hefðu nokkuð lesið þessa litlu reglubók sem er gefin í 7. flokk frá HSÍ um grundvallarreglurnar.

En já niðurstaða er að Haukar unnu 32:29 þar sem liðin voru Valur - Dómarar+Haukar.

Haukar spiluðu ömurlegan, hundleiðinlegan sóknarleik sem gerði ekkert nema láta mann nánast sofna í sætunum, og svo eitt skot sem fór því miður oftast inn :(

Markahæstir hjá Val voru:

Mohamadi Loutoufi með 9 mörk
Sigurður Eggertsson með 7 mörk

Hjá Haukum:

Jón Karl Björnsson með 8 mörk
Árni Sigtryggsson með 7 mörk


Kv.
Loecke