Handboltinn að byrja aftur! Góðan daginn.
Ákvað að henda nokkrum orðum hingað inn fyrst engin hefur gert það.
Vil fyrst furða mig á því hversu sorglegt þetta áhugamál er orðið. Nú er deildin að byrja samt er ekki komin einn einasti pistill um hann… ég spy nú bara handboltaáhugamenn hvað í óskupunum er í gangi hér?

Allavega þá er handboltinn að byrja. Eins og flest ykkar sem fylgjist eitthvað með þá hófst tímabilið með leik meistarameistarana.
Þessir leikir eru ávalt fyrstu alvöru leikir vetrarins og svo var líka þetta árið.

Seinasta laugardag kepptu í kvennaflokki Haukar (Íslandsmeistarar) og Stjarnan (Bikarmeistarar) á Ásvöllum og hafðu Haukakonur ávalt yfirhöndinna þótt Stjarnan hafi komið inn með góða kafla.
Í karlaflokkinum kepptu Haukar(Íslandsmeistarar) og ÍR (Bikarmeistarar) einnig á ásvöllum. Flestir höfðu nú spáð Haukunum sigri enda þótt ÍR liðið hafi verið mjög sterkt seinasta vetur hafa þeir misst svo gott sem allt byrjunarlið sitt, og ungir strákar fyllt í skarðið. Það kom því mjög á óvart að ÍR ingarnir hafi unnið Haukana í bráðskemmtilegum leik.

En ég ætla nú að láta þetta nægja í bili. Vonandi koma fleirri greinar um handboltan nú þegar þetta er allt að byrja.


takk fyrir mig!
og munið…