Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir er leikmaður í meistaraflokki kvenna í handbolta og leikur með Val.

Fæðingardagur og ár: 31.janúar 1979
Nám: Ég er að læra dönsku í Háskóla Íslands
Staða í liðinu: Ég er miðjumaður og fyrirliði
Hversu marga leiki hefur þú spilað með meistaraflokki: Rúmlega 200
Kærasti: Stefán Karl Stefánsson
Hvað ætlar þú að verða: Dönskukennari
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Tannlæknir
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Að verða betri í handbolta og verða Íslandsmeistari
Afhverju handbolti: Af því að þetta er inniíþrótt(við búum á Íslandi) og maður fær svo mikla útrás
Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar við urðum Bikarmeistarar 2000
Ein setning eftir seinasta tímabil: Það er ömurlegt að vera bara miðlungslið
Skemmtilegustu mistök: Þegar ég ruglaði Heru saman við Örnu
Mesta prakkarastrik: Þegar Arnar og Bjarki voru að passa upp á flugeldana í fjósinu fyrir einhverjum árum síðan. Við stelpurnar settum á okkur húfur og sólgleraugu að Bjarki…
Fyndnasta atvik: …var orðin svo hræddur að hann tók á móti okkur með gaffal í hendinni.
Stærsta stundin: Þegar ég spilaði bikraúrslitaleik 1997 í höllinni og þvílíkt stress. Ég gleymi aldrei þessum degi þótt við töpuðum
Hvað hlæir þig í sturtu: Elva að klappa
Athyglisverðasti leikmaður í meistaraflokki: Ég veit það ekki, ætli það sé ekki Hafrún því hún hefur mjög frjálslega framkomu.
Hver á ljótasta bílinn: Drífa, bíllinn hennar er samt svolítið töff því að hann er í Valslitunum.
Hvað lýsir þínum húmor best: Að það fer ekki framhjá neinum þegar ég er að segja brandara því ég hlæ langmest(til hvers að segja brandara ef manni finnst það ekki einu sinni fyndið sjálfum!!!)
Fleygustu orð: Lengi getur vont versnað
Mottó: Að Valur verði kvennaveldi í handboltanum
Fyrirmynd í boltanum: Ólafur Stefánsson
Leyndasti draumur: Að syngja með Spice Girls á tónleikum
Við hvaða aðstæður líður þér best: Þegar við erum fimm mörkum yfir og einungis er mínúta eftir af leiknum
Hvaða setnningu notaru oftast: Það var rétt…
Skemmtilegustu gallarnir: Þegar ég segi punch línuna áður en sagan kemur
Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Þú getur alveg stokkið upp fyrir utan punkta og skorað
Fullkomið laugardagskvöld: Að vera með handboltastelpunumog ein vika í leik
Besti söngvari: Stefán Hilmarsson
Besta hljómsveit: Sálin
Besta bíómynd: Brave heart
Besta bók: Napoleonsskjölin eftir Arnald Indriðason
Besta lagið: Valslagið
Eftir hverju sérðu mest: Engu… maður lærir af reynslunni
Ef þú yrðir að vera einhver annar: Stefán Karlsson(hver vildi ekki eiga mig sem kærustu)
4 orð um þjálfarann þinn: Forvitin, fyndin. æst og hreinskilin
Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir þú gera: Ég myndi byggja klefa með heitum potti, gufu og sérnuddherbergi(með nuddara) handa meistaraflokki kvenna bæði í fótbolta og handbolta.

Þetta viðtal kom í Valsblaðinu 2003.