Góðan og margblessaðan daginn!
Aðeins langaði mér til þess að koma inná dómaramál hérna á Íslandi enda hefur mikið verið rætt um þá í fjölmiðjlum.

Nánast eftir hvern einasta leik í deildinni í vetur hefur verið kvartað yfir lélegri Dómgæslu. Þegar lið keppir fyrir Íslands hönd erlendis og tapar þá er það yfirleitt Dómaranum að kenna.

Hvernig stendur á þessu?

Ég held að við séum með fína Dómara sem eiga hreinlega hrós skilið fyrir að þora að mæta á völlinn og hlusta á þvílíkt niðurrif frá áhorfendum (ungum sem öldnum) þjálfurum og leikmönnum. Þetta tíðkast ekki í svo miklu magni erlendis og hreint út sagt til hábornar skammar fyrir Íslensku handboltaþjóðinna!
Auðvitað eiga dómarar slæma daga eins og leikmenn en það er ekki hægt að dæma leik svo að allir séu ángæðir!

Bara að benda á þetta og reyna að skapa smá umræðu. Endilega tjáið ykkur!
og munið…