Barcelona varð Evrópumeistari í handknattleik, þann 7.maí, lagði Ólaf Stefánsson og félaga í Ciudad Real 29:27, en fyrri leikurinn fór 28:27 fyrir Ciudad. Staðan í leikhléi var 17:15 fyrir Barcelona. Ólafur varð markahæstur í liði Ciudad ásamt Dujshebaev en þeir gerðu 6 mörk hvor. Nagy gerði hins vegar níu mörk í liði Barcelona.