Jóhannes Gunnar Bjarnason Þjálfari meistaraflokks karla hjá KA er nú hættur eftir leik KA-manna og ÍR-inga í KA-heimilinu þann 7. apríl síðastliðin tilkynnti Jóhannes, þjálfari, meistaraflokki að hann hefði ákveðið að hætta að þjálfa liðið. Jói tók við þjálfun meistaraflokks KA fyrir þremur árum af Atla Hilmarssyni og hefur á þessum tíma m.a. landað bikarmeistaratitli árið 2004. Og vonandi snýr hann sér aftur að yngri flokkunum þar sem hann er gríðaelega sterkur þar. hér kemur ástæðan fyrir því að hann hætti. (þetta tekið af KA-sport.is)“Málið er það að nú hef ég verið í handboltaþjálfun hvíldarlaust í tuttugu ár. Um tíma var ég einnig í knattspyrnuþjálfun yfir sumarmánuðina og að hluta til einnig á veturna. Fyrir síðustu jól fann ég að bensínljósið fór að blikka. Allt í einu varð ég einfaldlega lúinn á þjálfun, en ég vona að mér hafi tekist að leyna því nokkuð vel fyrir strákunum. Í það minnsta kom þetta flatt upp á strákana í gær. Ég hef verið í þrefaldri vinnu – íþróttakennari við Brekkuskóla, bæjarfulltrúi og þjálfari meistaraflokks KA og ég fann það allt í einu í desember að þetta var einfaldlega orðið of mikið. Ég vil hvorki gera félaginu né sjálfum mér það, eins og maður hef séð suma þjálfara gera, að halda áfram þjálfun þreyttur. Ég hef leitast við öll þau ár sem ég hef verið að þjálfa að þróa mig áfram sem þjálfara og fara nýjar og nýjar leiðir. En það getur maður auðvitað ekki endalaust og þegar maður er þar að auki orðinn þreyttur á þessu, þá er það útilokað.
Ég get líka nefnt sem ástæðu fyrir því að ég ákvað að láta hér staðar numið, að sem dæmi þjálfaði ég Þorvald Þorvaldsson í fjórða flokki og það er vel á þriðja áratug síðan það var. Það er því mitt mat að þessir strákar, sem ég hef þjálfað áratugum saman, hafi hreinlega gott af því að fá aðra sýn á hlutina. Maður hefur að vissu leyti alið þessa stráka upp, en þegar upp í meistaraflokk er komið þarf maður stundum að skamma þá hastarlega, sem er eins og að skamma barnið sitt. Mér finnst á þessum tímapunkti ágætt að hvíla sig og hleypa öðrum að.
Því miður hefur heyrst að ég hafi ákveðið að hætta þjálfun meistaraflokks vegna lélegs árangurs. Þessi orðrómur á ekki við rök að styðjast. Ég er bara kominn að ákveðnum krossgötum og þarf að hvíla mig á því ati sem fylgir afreksþjálfun og snúa mér aftur að því sem ég hef meiri reynslu í, sem er grunnþjálfunin og kennsla barna og unglinga og reyna að rífa aftur upp handboltann hjá félaginu. Því miður eigum við eilítið í vök að verjast með handboltann vegna hreinlega harðnandi samkeppni frá öðrum greinum og því verður ekki mætt nema með enn öflugara starfi á yngri aldursstigum.”

Maður vonar bara að þeir fái einhvern geggjaðan fyrst Jói er farin…:(
Sweetes