Hef ég eftir óreiðanlegum heimildum að á Ársþingi HSÍ í gær sunnudaginn 13. mars hafi verið samþykkt að taka upp unglingaflokk í karlaboltanum og vegna þess mun 2.flokkur falla út og munu eftirtaldir aldursflokkar vera í unglingaflokki á næsta ári, 1987, 1988 og 1989, þeas þetta yrði bara sami flokkur og 3.flokkur í ár.

En er þetta breyting til batnaðar ?

Að mínu mati er ég ekki á því, allir 18 ára drengir komnir í meistaraflokk, margir hætta þegar þeir koma í meistaraflokk og held ég að þetta muni bara gera vont, einsog t.d. ef fólk lýtur á 86 landsliðið, þeir sem eru fæddir 86 eru ekki að fá að spila mikið með meistaraflokki svo þeir fá varla neitt að spila í heilt ár amk sem mundi jafnvel láta suma hætta í handbolta, margir góðir vilja spila, ekki bara æfa og æfa og aldrei fá neitt að spila.

Besta leiðin í þessum ef þeir vilja fella niður 2 flokk þ.e.a.s. er að fjölga um eitt ár í 4 flokknum og hafa 3 ár í unglingaflokki, þ.e.a.s. hafa 86, 87 og 88 næsta ár í unglingaflokki.

En þetta er aðeins mín skoðun, hver er skoðun annara hugara ?