Sælir Hugarar!

Mér datt í hug að lífga aðeins upp á þetta áhugamál, þar sem þetta er eitt af mínum stærstu áhugamálum :)

Fjórir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í kvöld.
Víkingur lagði Val á heimavelli með 26 mörkum gegn 18 mörkum Valssúlkna. Stjarnan sigraði Gróttu/KR örugglega 32-24 og Eyjastúlkur unnu FH 25-21.
Stærsta sigurinn unnu þó Haukastúlkur á Framurum. Leikurinn fór 50-21 Haukastúlkum í vil, en það gerir 29 marka mismun. Þetta er eitt það mesta burst sem ég hef séð á lífsleiðinni! Vonum bara að Framstúlkur hysji upp um sig buxurnar og taki sig á fyrir næsta leik.

Ég vona að fleiri taki sig til og geri þetta áhugmál ögn líflegra en það hefur verið :)

Kveðjur,
Dísaben
Passaðu þrýstinginn maður!!